Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:07]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegur forseti. Bull, kallar hæstv. fjármálaráðherra þegar hv. þingmaður bendir á að ráðherrar eru bundnir af hæfisreglum stjórnsýslulaga þegar seldar eru ríkiseignir. (Fjmrh.: Útúrsnúningur.) Það segir allt sem segja þarf um þá staðreynd að hæstv. ríkisstjórn er ekki treystandi til að selja banka. Það er ósköp einfaldlega þannig. Þau hafa ekki sýnt að þeim sé það sérstakt kappsmál að gæta að lágmarkskröfum um góða og vandaða stjórnsýsluhætti þegar verið er að selja ríkiseignir. Þau hafa ekki sýnt að þeim sé treystandi til að skapa traust um slíkt söluferli eða axla ábyrgð á því sem miður fer í slíku söluferli. Að því sögðu þá get ég ekki tekið þátt í því að gefa grænt ljós á frekari sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og hvað þá heldur í Landsbankanum. Ég segi já, að sjálfsögðu styð ég þessa tillögu og við í Samfylkingunni styðjum hana.