Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:09]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Frú forseti. Það er alveg ljóst í mínum huga að við getum ekki haldið áfram með þessa sölu fyrr en það er búið að fá rannsóknarnefnd og búið að rannsaka þetta mál algerlega ofan í kjölinn. Það eru allt of margir hlutir sem benda til þess að ekki hafi verið rétt staðið að þessari sölu, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ég tel með öllu ótækt að veita þessari ríkisstjórn heimild til að selja meira þegar ekki er búið að fara ofan í kjölinn á því hvort það hafi verið gert rétt hingað til, sem ekkert bendir til.