Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[21:03]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að taka undir með þeim hv. þingmönnum sem hafa talað hér á undan mér. Í dag fengum við tíu mínútna hlé; við byrjuðum að greiða atkvæði um fjárlögin klukkan þrjú, vorum búin að vera á þingflokksfundum í tvo klukkutíma, frá kl. eitt, til að undirbúa þessa atkvæðagreiðslu. Einhverjum sjö tímum seinna fengum við tíu mínútur og svo núna fimm mínútur. Já, það er ágætt að við skulum vera hér, hv. þingmenn, að tala undir fundarstjórn til að reyna að gefa fólki kost á því að fá sér í gogginn og jafnvel kasta af sér vatni eins og sumir þurfa líka að gera á fimm til sex tíma fresti. En hvað sem því líður þá vonum við að það verði góður bragur á þessu hjá okkur í kvöld og að við getum sammælst um að láta málin ganga hratt og vel í gegnum þingið.