Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[21:04]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Samkvæmt 6. mgr. 57. gr. laga um þingsköp þá ber að skila svari við skriflegri fyrirspurn þingmanns innan 15 daga. Ég er með þrjár skriflegar fyrirspurnir sem ég hef ekki fengið svar við. Það er fyrirspurn frá 8. nóvember sl., um eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, fyrirspurn um veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar frá sama degi, 8. nóvember sl., og að lokum er ég með fyrirspurn um útselda vinnu sérfræðinga Stjórnarráðsins og opinberra háskóla, sem er frá 17. nóvember sl. Tvær af þessum fyrirspurnum eru eldri en einn mánuður eða frá 8. nóvember og ein verður bráðum mánaðargömul eða um næstu helgi, næsta laugardag. Ég spyr virðulegan forseta: Hvenær er von á svörum við þessum skriflegu fyrirspurnum mínum?