Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[21:06]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Svartími við fyrirspurnum, þetta er alveg uppáhaldið mitt. Við erum í þeirri stöðu núna að meðalsvartími í virkum dögum eru 27 dagar, eiga að vera 15 að hámarki. Þar eru skussarnir fjármála- og efnahagsráðherra, sem hefur tekið 48 daga í að svara sex fyrirspurnum, mennta- og barnamálaráðherra með 34 daga, menningar- og viðskiptaráðherra með 33 daga, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með 26 daga, innviðaráðherra með 31 dag og utanríkisráðherra með 32 daga. Þeir sem eru í bestu málunum hérna eru matvælaráðherra með 18 daga, mjög gott, og forseti með 0 daga, hann hefur ekki svarað neinni fyrirspurn þó að ein fyrirspurn sé komin til forseta og það eru 19 dagar síðan sú fyrirspurn barst. Ég tek undir ábendingu hv. þm. Eyjólfs Ármannssonar og beini því til forseta að sinna þessu vel.