Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[15:56]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að það hefur verið vinna í gangi. Ég vil fá að leiðrétta mig hér í pontu. Ég veit ekki betur en að Boston Consulting Group sé búið að skila inn skýrslu en þessari vinnu er ekki lokið. Þeir eru enn að vinna og það fyrirtæki er að vinna með ráðuneytinu. Það verður haft samráð um þessa gjaldtöku og ég held að við séum öll á þeirri blaðsíðu að atvinnulífið, alveg sama hvaða grein það er, eigi að skila til baka til ríkisins en það verður að vera sanngjarnt. Það verður að vera sanngjörn gjaldtaka sömuleiðis. Það stendur í stjórnarsáttmála að íslenskur landbúnaður, sjávarútvegur og fiskeldi séu þungamiðja í innlendri matvælaframleiðslu og verði efld á kjörtímabilinu. (Forseti hringir.) Ég ætla að minna á það að þessi atvinnugrein er að skila sköttum og þeir munu hækka í verði á næsta ári ef vel gengur.