Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[16:04]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 11. þm. Reykv. n. fyrir spurninguna. Ég hafna því með öllu að ríkisstjórnin sé algerlega andlaus. Ég er í stjórnmálaflokki sem þykir nóg um skattlagningu í þessu landi og ég hefði viljað sjá lækkun skatta. Ég hefði viljað það, það er í mínu DNA-mengi. Ég tel að við verðum að hafa hvata. Við megum ekki íþyngja, hvorki heimilunum né atvinnulífinu, með þeim hætti að það verði hamlandi. Ég hef alla tíð talað fyrir því að skattumhverfi verði að vera þannig að hér sé gott umhverfi, sérstaklega til reksturs fyrirtækja, gott umhverfi fyrir atvinnulífið til þess, þegar við horfum til framtíðar og til lengri tíma, að atvinnulífið geti einmitt tekið þátt í því að standa undir því velferðarsamfélagi sem við viljum eiga hér. (Forseti hringir.)

Er ég búin?

(Forseti (AIJ): Þetta er svo stuttur tími. Ein mínúta í seinna andsvari.)

Ég biðst forláts, forseti.