Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

leigubifreiðaakstur.

167. mál
[21:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég biðst afsökunar á að ég gleymdi að svara seinni spurningunni hjá hv. þingmanni. Ég held að það hafi verið fulltrúar frá leigubifreiðasamtökunum í stýrihópnum, ég man ekki betur, ég er ekki með þetta alveg hjá mér en það var rætt um það að þeir hefðu komið að þessum stýrihóp.

Í hvaða atriðum við séum að koma til móts við athugasemdir leigubifreiðastjóra og Blindrafélagsins — ég held að með því að undirstrika að við erum með ströng skilyrði fyrir því áfram hverjir mega keyra leigubifreiðar og það sé tekið tillit til þess og það sé líka fylgst með þjónustu við þennan hóp, það má áfram gera samninga við þessa hópa, bæði sveitarfélög og eins viðkvæma hópa eins og Blindrafélagið og aðra — síðan erum við líka með þessa eftirfylgni sem ég tel vera mjög mikilvægt og þar sé verið að koma til móts við áhyggjur því að þessar breytingar eru vissulega hálfgerð óvissa og við séum að fara í það ferðalag þó að við séum að leggja línur sem við teljum vera nokkuð öruggar þá held ég að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með framvindu og bregðast strax við ef markmið þessa frumvarps ná ekki fram að ganga.