Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

leigubifreiðaakstur.

167. mál
[23:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Það var tvennt sem ég staldraði við. Hv. þingmaður nefndi að það þyrfti að tryggja að bílarnir væru tryggðir eða farþeginn. Er eitthvað í þessu frumvarpi sem kemur í veg fyrir það að bílarnir séu tryggðir eða farþeginn? Hér stendur nákvæmlega að það sé skilyrði fyrir rekstrarleyfinu. Síðan er í frumvarpinu líka gert ráð fyrir því, eins og er, að það er hægt að gera samninga við t.d. Blindrafélagið og fleiri aðila. Þess vegna vil ég spyrja hv. þingmann: Hvað nákvæmlega í þessu frumvarpi kemur til með að breyta þessari þjónustu? Hver er hættan?