Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:26]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er eins og það sé enginn skilningur hjá ríkisstjórninni á hversu erfið staðan er á heimilum sem eru undir meðaltekjum og það má ekki gleymast að á þeim enda tekjustigans er fólk sem berst nú við að halda sjó, svo ekki sé meira sagt. Það er ekkert fyrir þetta fólk í þessu frumvarpi, þvert á móti munu þessar hækkanir gera því erfiðara fyrir auk þess að fara beint í vísitöluna. Á sama tíma segist ríkisstjórnin vera að berjast gegn verðbólgunni. Veruleikafirringin er algjör. Þess vegna leggur minni hlutinn fram breytingartillögur sem miða að því að vernda almenning gegn áhrifum verðbólgunnar auk þess sem ég sjálf legg fram breytingartillögur á sérstöku þingskjali.