Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:46]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það eru hér mjög áhugaverðar umræður og það skiptir auðvitað verulegu máli hvernig við förum í þessi fjárlög fyrir næsta ár. En lítum bara á staðreyndir: Hvar er Ísland statt? Við erum með eina bestu skuldastöðu á meðal þróaðra þjóða, 33%. Þýskaland er með 60%, Ítalía er með 140%. Við erum með sjálfstæða mynt sem hefur þjónað okkur mjög vel. Sumir flokkar, þegar við vorum í Covid, vildu auka útgjöld verulega. (Gripið fram í.) Hvar værum við þá? — Hvar værum við þá? Þá væri skuldahlutfallið miklu hærra. Staðreyndin er sú að hér er mjög traust stjórn ríkisfjármála. Við sjáum það alls staðar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)