Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:01]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég er komin hingað upp í ræðustólinn til að lengja þessa umræðu [Hlátur í þingsal.] vegna þess að ég hef aldrei fengið annað eins bullandi ofnæmi um ævina yfir einum fjárlögum eins og þessum. Ég er búinn að vera svona síðan ég kom hérna inn. Það er alveg stjórnlaust ofnæmi sem rennur og ég skil það vel vegna þess að þetta er horrengla fyrir þá sem verst settu. Við erum ekki að hjálpa þeim. Við erum með stóran hóp undir sem á að lifa á langt undir fátæktarmörkum, í sárafátækt, en á sama tíma erum við að stórauka álögur á þennan hóp. Ég spyr mig: Hvers vegna í ósköpunum og hvernig getum við ár eftir ár leyft okkur það? En það virðist vera vilji þessarar ríkisstjórnar. Ég vona að það verði nú reynt hvað sem er til að reyna að stoppa þetta ofnæmi, en það virðist ekki ætla að duga þannig að ég vona að við afgreiðum það sem fyrst þannig að ofnæmið hverfi.