Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:29]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Þetta er líklega einfaldasta breytingartillagan við þennan bandorm sem liggur hér frammi. Rökin fyrir 7,7% hækkun krónutölu eru auðvitað að styrkja afkomu ríkissjóðs. Þessi breyting, að hækka útvarpsgjaldið um 7,7% gerir það ekki og hefur ekkert með afkomu ríkissjóðs að gera. En það gefur einstaklingum þó færi á því að halda aðeins meiru í vasanum en áður. Auk þess mun þetta hlutfallslega styrkja, þó aðeins lítillega, samkeppnisstöðu sjálfstætt starfandi frjálsra fjölmiðla gagnvart ægivaldi Ríkisútvarpsins. Ég skora á þingmenn að taka þetta litla hænufet (Forseti hringir.) í því að jafna þessa stöðu, ójafna stöðu sjálfstætt starfandi frjálsra fjölmiðla gagnvart ægivaldi ríkisrekstrar á fjölmiðlamarkaði.