Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:33]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um þá tillögu stjórnarandstöðunnar, fulltrúa minni hlutans í efnahags- og viðskiptanefnd, um að hlutfall fjármagnstekjuskatts hækki úr 22% upp í 25%. Með þessu væri hægt að falla frá t.d. þessum flötu gjaldahækkunum á almenning sem ríkisstjórnin leggur áherslu á. Þetta er hófleg hækkun sem myndi þó skila 5 milljörðum í ríkissjóð. Ég vil vekja athygli á því að vegna þeirrar frítekjumarka sem eru nú þegar í fjármagnstekjuskattskerfinu þá er þetta hækkun sem myndi nær einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10% skattgreiðenda. Þetta er sanngjörn og ábyrg leið til að afla tekna og draga úr þenslu þar sem þenslan er mest. Ég hvet Alþingi eindregið til að sameinast um þessa tillögu.