Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:34]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Hér erum við að leggja til sanngjarna skattheimtu, skattheimtu á tekjur sem hafa aukist alveg stórkostlega, fjármagnstekjur. Mesta aukning sem sést hefur frá því fyrir hrun. Þetta væri miklu sanngjarnari leið til að sporna gegn þenslu en sú leið sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara. Mér þykir miður að þessi tillaga virðist ekki ætla að hljóta framgang hér. Ég hvet ríkisstjórnina til að íhuga það að þegar fjármagnseigendur græða á tá og fingri á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar að þá sé mögulega rétt að skattleggja þær tekjur aðeins meira en nú er gert, enda er þessi skattur ekki hár eins og hann stendur nú.