Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:44]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F):

Virðulegur forseti. Ég geri hérna grein fyrir mínu atkvæði sem liggur nú ljóst fyrir á töflunni. Ég kem ekki til með að greiða atkvæði við þetta. Ég vil taka það fram að vinna meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar er með miklum ágætum og kemur það fram í fyrra nefndaráliti. En þegar ekki liggja fyrir mótvægisaðgerðir af hendi ráðherra þá er staðan á mér í þessu máli bara þannig að ég get engan veginn lagt til að þetta fljúgi hér áfram því að þetta er stétt sem hefur ekki í djúpa vasa að sækja. Ég kem því ekki til með að greiða atkvæði í þessari atkvæðagreiðslu.