Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:14]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Ég ítreka fyrra svar mitt um það að ég hef kallað málið aftur inn í nefndina og það held ég að sé hin rétta þinglega meðferð. Við erum að ræða það hér og fengum það inn til að mæta gestakomum og fá nánari útskýringar á ákveðnum hlutum. Auðvitað verður það kannski til þess að vekja upp aðrar spurningar og því held ég að rétta leiðin sé að kalla málið inn á milli 2. og 3. umr. og vinna þetta á þann hátt. (ArnG: … hinum spurningunum?)Ég ætla ekki að svara þeim öðruvísi en að við erum að kalla málið inn til að vinna það. Ég hef sagt það hér að ég er að kalla málið inn. Það segir það sem segja þarf. Ég er ekki komin hér til að fara í afgreiðslu málsins af því að við ætlum að taka það inn aftur til að vinna það.