Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:36]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður gleymdi að svara því hverja hann vill fá hingað. Hv. þingmaður benti á að einhverjir væru að koma hingað af efnahagslegum ástæðum. Ef maður skoðar tölfræðina þá er það þannig að þeim er öllum vísað á brott. Þeir sem falla undir skilgreiningu um neyð hafa fengið hér inni. Hv. þingmaður nefndi líka að Mannréttindastofnun hefði ekki sagt hvort þetta frumvarp stæðist stjórnarskrá eða mannréttindasáttmála. Mér vitanlega var Mannréttindastofnun aldrei beðin formlega um úttekt á því hvort þetta mál stæðist stjórnarskrá eða mannréttindasáttmála. Þegar sú tillaga kom frá stjórnarandstöðunni að biðja um slíkt álit þá neitaði meiri hluti nefndarinnar henni um það. Mig langar að spyrja hv. þingmann: (Forseti hringir.) Ef þingmenn vísvitandi tryggja ekki að stjórnarskráin sé varin, eru þeir þá að brjóta drengskap og ættu þeir að segja af sér ef dómar kæmu síðar um að þetta gangi í raun gegn stjórnarskránni?