Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:00]
Horfa

Dagbjört Hákonardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir andsvarið. Þegar stórt er spurt — ég ætla ekki einu sinni að þykjast hafa svörin við því hvernig best verði farið að því að útrýma kerfislægum vanda, kerfislægri andúð, leyfi ég mér hreinlega að fullyrða, ég held að ég megi það alveg án þess að ég sé með einhver stóryrði. En það er alveg ljóst að eftir höfðinu dansa limirnir. Við erum með pólitíska forystu sem hefur kannski ekki séð þann mannauð sem felst í nýjum Íslendingum með sama hætti og sumir stjórnmálaflokkar vilja gera. Ég kalla bara eftir auknu samráði því að það er alltaf best og það er ekki til staðar hér.