Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:52]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Frú forseti. Í einlægni segi ég að ég finn til með þessum hópi sem hv. þingmaður nefnir hér. Hún beinir til mín sömu spurningum og beint var til hv. þm. Birgis Þórarinssonar, og ég var honum sammála. Hér erum við væntanlega að tala um hóp sem vill ekki vera í samvinnu við stjórnvöld og er þar af leiðandi utan þjónustu eftir 30 daga. Ég vona að sjálfsögðu að þessir aðilar haldi áfram samvinnu sinni til að geta fengið skilríki eða úrlausn sinna mála. Það kemur fram í frumvarpinu að það má fresta niðurfellingu þjónustu ef viðkomandi aðili er samvinnufús. Ég geri ráð fyrir því að það væri besta leiðin fyrir umræddan hóp.