Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:53]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið en hann svaraði ekki spurningunni minni. Ég er ekki að spyrja hvað honum finnst um stöðu þessa fólks, mannréttindi þess og hvort hann hafi samúð með stöðu þess. Ég er að spyrja um okkur hin, sem búum í þessu samfélagi, og afleiðingar þess fyrir samfélagið að hér fjölgi fólki sem er á götunni, jafnvel örvæntingarfullt, og fær ekki t.d. geðheilbrigðisþjónustu sem það fær ekki fyrr en það telst vera neyðaraðstoð og þá er nú kannski orðið fullseint í rassinn gripið. Hefur hv. þingmaður ekki áhyggjur af þessu, af okkur hinum, af samfélaginu?