Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:54]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Nei, ég hef það ekki. Í frumvarpinu kemur skýrt fram að heilbrigðisþjónusta fellur t.d. ekki niður hjá alvarlega veiku fólki. Það á heldur ekki við um bráðaþjónustu. Ég hef ekki áhyggjur af því. Ég held að hér sé einmitt verið að tala um niðurfellingu sem er að mörgu leyti mjög skiljanleg, enda hefur viðkomandi fengið endanlega niðurstöðu í sínu máli. Það er alveg skýrt í mínum huga. Ég hef ekki áhyggjur af því fyrir íslenskt samfélag. Ég held að þetta sé partur af þeirri skilvirkni sem við erum að reyna að ná fram með þessu frumvarpi.