Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:59]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þingmanninum fyrir seinna andsvar. Það að kalla til umsagnaraðila án þess að taka til greina neitt af því sem þeir leggja fram er fyrir mér svokallað sýndarsamráð. Það að koma að máli á forsendum samráðs án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hvernig það fer fram er ekki samráð fyrir mér, það er bara einhvers konar áheyrn. Ég kalla eftir því að þegar við förum í svona mál þá stundum við samráð, raunverulegt samráð sem þýðir að hagsmunaaðilar fái að koma að málinu og fái að koma að því hvernig hlutirnir eru gerðir.