Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[16:45]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé líka mjög mikilvægt að hafa í huga að við erum auðvitað ekki að breyta reglunum. Það þarf að fara fram efnislegt mat á alþjóðlegri vernd. Hér hafa þingmenn komið upp og talað um No Borders og haft það í flimtingum. Það er ekkert verið að ræða það í þessu frumvarpi. Eftir sem áður þurfa þau sem hingað koma, flóttafólk eða aðrir sem koma hingað og vilja dvelja á Íslandi, að uppfylla alls kyns skilyrði og sækja um alls kyns leyfi og allt slíkt. Við getum alveg rætt það hve erfitt er, t.d. fyrir fólk úr þriðju ríkjum, að koma hingað og fá atvinnuleyfi og dvalarleyfi; það er handleggur, það þekkjum við. Auðvitað þurfum við á fólki að halda á vinnumarkaði. En mér finnst hins vegar að við eigum ekki að nálgast einstaklinga sem vinnuafl. Við eigum að nálgast fólk sem frjálsa einstaklinga og gerendur í sínu lífi, að það sé hreyfiaflið, ekki það að það henti okkur að þau komi hingað af því að okkur vanti vinnandi hendur.