Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:49]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla bara að koma hingað upp og taka undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni og spyrja forseta hvort eitthvað sé að frétta af hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra. Hann er víst ekki með skráða fjarveru í fjarvistaskrá samkvæmt því sem ég hef komist næst. Við báðum einnig um að ef hér væru einhverjir frá þingflokki Vinstri grænna, sem er þingflokkur ráðherrans, hvort þeir gætu gefið okkur einhverjar upplýsingar um hvenær hæstv. ráðherra telur sig geta komið hingað og svarað spurningum. Nú tók ég eftir því hér áðan að hv. þingmaður og formaður þingflokks Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, virðist vera í húsi og óska ég því eftir að forseti fái einhver svör frá þingflokknum eða ráðherranum um það hvenær við megum eiga von á ráðherra.