Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:53]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mér finnst nú hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra gera forseta óþarflega mikinn grikk með því að bregðast ekki við þeim skilaboðum sem honum eru borin hér frá þingmönnum. Hér var sú krafa gerð 9. desember, fyrir sjö vikum, að ráðherra yrði viðstaddur þessa umræðu. Sú krafa var ítrekuð á fundi þingflokksformanna á mánudaginn og svo aftur í gær og svo aftur í dag. Nú held ég að sé mál að linni, forseti, og þessu þagnarbindindi Vinstri grænna gagnvart forseta Alþingis ljúki og við fáum svör hingað í sal um hvenær hæstv. ráðherra mætir. En af því að ég veit að frú forseti er varla með svörin á reiðum höndum akkúrat núna þá nýti ég mér kannski tækifærið eftir næstu ræðu til að inna hana svara.