Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:13]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allsh.- og menntmn. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið. Það er bara einfaldlega rangt hjá hv. þingmanni að þessi breytingartillaga Flokks fólksins leiði til þess að verið sé að neita fólki um aðstoð í neyð. Ég skal bara lesa upp þessa breytingartillögu, 5. tölul., sem er eftirfarandi, með leyfi forseta:

„Við 2. tölul. 9. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Við mat skv. 2. mgr. skal ekki leggja til grundvallar efnahagsástand í viðkomandi ríki þegar metið er hvort einstaklingur eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð.“

Breytingartillagan byggir á því að það sé ekki hægt að leggja til grundvallar efnahagsástand, líkt og gert er í úrskurði kærunefndar. Á þessu byggir þetta. Það er enginn að tala um að það sé ómannúðlegt, ekki nokkur einasta sála. Ég bara óska eftir því að mínir ágætu vinir í Pírötum, þeim ágæta flokki, segi bara hvað þeir vilja. Það er grundvallaratriði í þessu máli. Varðandi Venesúlea, hælisumsóknir árið 2021 frá Venesúela voru 22.400 til Bandaríkjanna, 361 til Íslands (Forseti hringir.) og 29 til Noregs. Hlutföllin eru ekki rétt (Forseti hringir.) út af sérreglum á Íslandi.