Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:09]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætlaði hreinlega bara að kanna hvort forseta hefði nokkuð borist bréf frá hv. þingmönnum eða hæstv. ráðherra Vinstri grænna um þá beiðni okkar að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, kæmi hér og tæki þátt í efnislegri umræðu. Við höfum gefið ástæður fyrir því og allt það. Okkur langar bara að forvitnast, frú forseti, hvort einhver bréf hafi borist frá þeim þingflokki eða ráðherra um hvort þau taki þátt hér.