Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:42]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég veit að ég er eins og biluð plata en ég vil enn og aftur ítreka beiðni okkar til forseta, sem fyrst kom fram 9. desember, hefur verið ítrekuð hér alla vikuna, var ítrekuð með bréfi til forseta í gær, um að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, komi hingað í efnislegar umræður við okkur. Ég veit að klukkan er orðin ansi margt, hún er að verða sjö. Vonandi er dagskrá dagsins fyrir ráðherrann í öðrum störfum búin. Ég veit að það er orðið dimmt úti og við gætum alveg sent eitthvert okkar til að lóðsa hann hingað ef það er eitthvert vandamál með það.

Ég bara ítreka þessa ósk og vonast til þess að frú forseti hafi einhverjar upplýsingar fyrir okkur um það hvar hæstv. ráðherra er staddur.