Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:47]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég náði ekki að klára þetta röfl mitt hérna um takmörkun á vinnunni í allsherjar- og menntamálanefnd rétt áðan. Ég var svo spennt að fá að taka umræðuna við þingmenn meiri hlutans eftir að þau þrjóskuðu þessu máli út úr nefndinni en ég og fleiri greiddum atkvæði gegn því að málið yrði afgreitt úr nefndinni þar sem við töldum það einfaldlega ekki tilbúið. Við vorum ekki búin að ræða þetta enda er það augljóst vegna þess að ef við værum búin að ræða þetta, ef fólk gerði sér raunverulega grein fyrir því hvað við erum að samþykkja, ef það hefði raunverulega verið hlustað á umsagnaraðila og gesti sem mættu fyrir nefndina, þá værum við ekki að ræða þetta hérna. Það er bara svo einfalt. Það eru því mikil vonbrigði í mínum huga að við skulum vera ein að ræða þetta mál hér í þessum þingsal. Það koma engin mótrök og engar skýringar á því hvers vegna fólk er að troða í gegnum þingið þessari hrikalegu hugmynd sem þetta mál er í alla staði.