Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:07]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég finn mig knúinn til að taka undir orð hv. þm. Gísla Rafns Ólafssonar og Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur hvað það varðar að við höfum ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi að aðrir hv. þingmenn en þeir sem tilheyra framboði Pírata hafi tekið þátt í umræðunni. Þeir hafa þar með misst af gullnu tækifæri til að upplýsa okkur hin um það hvað það sé sem er svona útrætt og frábært því að augljóslega er hér ekki sameiginlegur skilningur. Að sama skapi lýsi ég furðu yfir því að það sé mikilvægara að ræða við fólk úti í bæ um útlendingafrumvarpið en við okkur hér sem höfum þó ítrekað óskað eftir því að fá þetta fólk í salinn til að ræða við okkur.