Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:12]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langaði líka að benda á það, til að hugsa í lausnum, að ef það er skortur á súpu sem veldur fjarveru þingmanna hér þá lýsi ég mig reiðubúinn til að leysa úr því. Það er vel hægt að útvega súpu ef það er það sem þarf til þess að þingmenn fáist til að koma og ræða málið efnislega. Af súpu er hægt að fá nóg en tíminn hér á Alþingi er dýrmætur, bæði okkur þingmönnum og því fólki sem er nú í leit að vernd á Íslandi og bíður þess að sjá hvernig afgreiðsla þessa frumvarps fer.