Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:13]
Horfa

Halldór Auðar Svansson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í ljósi fyrri umræðu af minni hálfu ætla ég að reyna að setja þessa frétt um fundinn hjá Vinstri grænum í skemmtilegt samhengi. Mér finnst skemmtilegt að þau séu alla vega á einhverjum vettvangi að taka það alvarlega að ræða málið. Greinilega finnst þeim nauðsynlegt að leita til Flokks fólksins og fá sjónarmið þar eða alla vega skýra hvað þau eru að hugsa, þannig að ég ætla bara að vona að út úr því komi einhvers konar afstaða í næstu viku þegar umræða um þetta mál heldur áfram. Það verður kannski hægt að spyrja þau hér, ef þau taka þátt í umræðunni, hvernig þessi fundur hafi gengið og hver afstaðan sé. Kannski voru þau akkúrat að bíða eftir því að geta haldið fund til að geta tjáð sig. Ég ætla því bara að vera vongóður í næstu viku.