Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[22:16]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér fyrr í dag þá misbauð hæstv. fjármálaráðherra sú hugmynd Pírata að mál sem stjórnarliðar í raun viðurkenna að sé ófrágengið fari til nefndar til að verða fullburða áður en því sé hleypt inn í 2. umr. til að klára 2. umr. Þetta misbauð ráðherranum en honum misbýður náttúrlega margt. Ég held að í grunninn þá misbjóði honum bara tilvist stjórnmálafólks í öðrum stjórnmálaflokkum. Tilfinningin sem ég hef fengið eftir að hafa verið hér innan húss í nokkur ár er að í hvert sinn sem stjórnarandstaðan talar í málum þá misbjóði sérstaklega Sjálfstæðisflokknum alveg rosalega fljótt. Ræður eru varla byrjaðar þegar þeir hörundsárustu í hópnum eru farnir að kvarta undan málþófi. Það er varla búið að halda einu sinni flutningsræður nefndarálita (Forseti hringir.) og þá eru ráðherrar eða (Forseti hringir.) hörundsárir þingmenn bara gapandi hér í gættinni yfir því að fólk sé að teppa allt þingstarfið. (Forseti hringir.) Mér misbýður þessi lítilmannlega nálgun fólks á lýðræðið (Forseti hringir.)og þá umræðu sem á að eiga sér stað í þingsal.

(Forseti (JSkúl): Forseti minnir á takmarkaðan ræðutíma undir fundarstjórn forseta.)