Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[21:13]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Bara út frá þessu dæmi um ríkisfangslausu börnin sem íslenska ríkið ætlar að fara að framleiða, með þeim breytingum sem hér liggja fyrir, væri eðlilegast að um mögulegar breytingar, til að bæta úr því, væri rætt í allsherjar- og menntamálanefnd. En það væri ekki eðlilegt að ræða það milli 2. og 3. umr. þannig að þær fengju aðeins umfjöllun í þingsal við eina umræðu. Þetta eru kannski ekki róttækar breytingar en þetta eru, myndi ég segja, nógu stórar efnisbreytingar til að eðlilegt væri að um það væri fjallað a.m.k. í 2. og 3. umr. og að fyrir þeim væri mælt í nefndaráliti við 2. umr. Það er þess vegna sem við höfum farið fram á að málið gangi þegar til nefndar áður en 2. umr. er lokið. En þar sem meiri hlutinn þráskallast við og vill þetta ekki þá er það næstbesta að ráðherrar mæti í salinn og komi beint til okkar þeim upplýsingum sem annars væri hægt að fá frá þeim inni í nefnd.