Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:23]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég held að ég verði bara að vera sammála hæstv. forseta varðandi það að það væri kannski miður að þessi umræða myndi dragast á langinn umfram það sem tilefni er til. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort forseti sé ekki sammála mér um að ástæða sé til að klára málið áður en við höldum umræðunni áfram. Eitthvað bendir til þess, einhverjir hv. þingmenn meiri hlutans hafa haft orð á því, að hægt sé að gera breytingar á frumvarpinu sem gætu komið til móts við margar þeirra athugasemda sem við gerum hér og þarf að ræða í löngu máli. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort það myndi ekki hreinlega spara tíma og orku allra að vísa málinu aftur til hv. allsherjar- og menntamálanefndar og gera þær breytingar sem þarf að gera. Þá getur vel verið að umræður gangi mjög hratt fyrir sig vegna þess að þá er ekkert víst að það verði jafn mikið við þetta frumvarp að athuga.