Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:50]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég velti fyrir mér, eins og hv. þingmenn sem komið hafa hér upp og ýjað að því sama, þeirri þrjósku sem er í gangi. Það er einhvern veginn bara: Nei, við ætlum ekkert að taka mark á neinu sem umsagnaraðilar voru að segja. Nei, við ætlum bara að drífa þetta inn í þingsal. Nei, við ætlum að hafa þetta fyrst hérna. Við ætlum ekkert að huga að neinu öðru. Við ætlum bara að klára þetta, klára, klára, klára, klára.

Ég velti fyrir mér hvort það sé að hluta til einhvers konar þrjóskutaktík á móti af því að það eru Píratar sem eru að vekja athygli á þessu eða eitthvað svoleiðis. Að Sjálfstæðisflokkurinn geti ómögulega viðurkennt að Píratar hafi rétt fyrir sér í þessu. Mér fyndist það vera mjög týpískt af því að Sjálfstæðisflokkurinn virðist einhvern veginn hafa ákveðna óbeit á því þegar Píratar eru að benda á þessi augljósu atriði sem honum finnst hann eiga rétt á, einhvers konar eignarrétt á, frelsi o.s.frv. En nei, það er bara í orði en aldrei á borði. Ég velti fyrir mér hvort það sé í raun ástæðan fyrir þessari þrjósku.