Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:33]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Í lok nóvember var frétt á mbl.is með viðtali við dómsmálaráðherra þar sem hann talar um aukin framlög til Landhelgisgæslunnar sem þýði að við getum staðið undir kröfum um viðbúnað og viðbragðs- og björgunargetu Gæslunnar. Þetta er það sem Landhelgisgæslan sér, þetta er það sem þingið sér en er síðan ekki satt.

Þegar við skoðum fjármálaáætlun fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir 400 til 450 klukkustundum af flugi árið 2023. Það hefur verið tæplega 100 klukkustundir. Þetta er það sem við bjuggumst við að verið væri að fjármagna, að sjálfsögðu. Ekki satt? Þetta er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sjálfrar. En nei, það vantar upp á, það vantar svo mikið upp á að það á að selja flugvélina sem átti að sinna þessum 400 klukkutímum. Hvernig á þá að sinna þessum 400 klukkutímum?

Við erum á algerlega nýjum slóðum með upplýsingaóreiðuna (Forseti hringir.) sem er í fjárlögum þessa árs. Þetta er langversta (Forseti hringir.) fjárlagafrumvarp sem við höfum fengið hingað inn á gólfið, ég sagði það um leið og það kom hér (Forseti hringir.) í upphafi hausts. Þetta er afurðin sem við erum að sjá. Við fáum engar upplýsingar um (Forseti hringir.) það hver staðan er í raun og veru, hversu mikinn pening þarf. Þetta er óásættanlegt.

(Forseti (JSkúl): Forseti minnir hv. þingmenn á að virða ræðutíma sem er takmarkaður um fundarstjórn forseta.)