Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

lengd þingfundar.

[15:55]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég ætla í sjálfu sér ekki endilega að gera athugasemd við að þingfundur verði lengdur en ég geri athugasemd við það að ekki hafi verið minnst á þetta á fundi okkar í morgun með formönnum þingflokka … (Gripið fram í.) — afsakið, á fundi okkar með forseta í morgun, og sömuleiðis að þetta sé að koma fram núna en ekki í upphafi þingfundar eins og venja er. Ég væri til í að heyra frá forseta hvers vegna það fórst fyrir.