Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. .

784. mál
[15:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Hildur Sverrisdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka sömuleiðis hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur fyrir samstarfið í nefndinni og fyrir þessa spurningu. Eins og ég kom inn á í ræðu minni er stutta svarið það að þingnefndirnar hafa það hlutverk að koma með athugasemdir og ábendingar varðandi ferlið, sem var gert í mjög ríkum mæli varðandi frumútboðið sumarið 2021 og þar með tók það ferli miklum breytingum. Það tók færri breytingum í ferlinu varðandi söluna fyrir tæpu ári en hins vegar er það eitt af því sem kom fram frá fulltrúa 2. minni hluta, að mig minnir frá fulltrúa Samfylkingarinnar, að það væri mikilvægt að leggja áherslu á erlenda fjárfesta og fjárfestingu og var það þá eitt af þeim atriðum sem tekið var til í þróun málsins eins og lög kveða á um.