153. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2023.

heimavitjun ljósmæðra.

[16:02]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir einlæg svör og greinilega góðan hug og ég vona að hæstv. ráðherra fari vel yfir þessi mál í sínu ráðuneyti og með fagfólki og ræði bæði við aðila sem veita þessa þjónustu og fólkið sem þiggur hana. Auðvitað er það þannig að Landspítalinn ber svona að forminu til ábyrgð á eftirliti með þessu fólki sem er lengur en 72 klukkustundir á fæðingardeild þar til heilsugæslan tekur svo við. Raunin hefur hins vegar verið sú og framkvæmdir með þeim hætti að þessar fjölskyldur fá ekki þessa sömu persónulegu þjónustu og stuðning og aðrir nýbakaðir foreldrar. Mér heyrist hæstv. ráðherra allur af vilja gerður að koma þessum málum í betra horf. Ég segi: Reglan ætti einfaldlega að vera sú að allir foreldrar með nýfædd börn eigi rétt á heimaþjónustu ljósmæðra (Forseti hringir.) og heimavitjun sé fyrir allar fjölskyldur. Ég bara skora á hæstv. ráðherra að einhenda sér í þetta verkefni.