153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:55]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta mál innsiglar þá afstöðu sem ég hef svo sem haft lengi, sem er að þessi ríkisstjórn er fjandsamleg flóttafólki. Hér á að senda skilaboð um að fólk skuli koma sér úr landi ellegar bíði þess að vera sent á götuna án aðstoðar og án aðgangs að lágmarksþjónustu. Þetta á að hafa fælingarmátt. Þetta á að losa okkur við segla, eins og við séum bara með þá á ísskápnum hjá okkur, sem togi til sín einhverja vonda útlendinga sem vilja leggjast á velferðarkerfið okkar eins og einhverjar vampýrur. Þessi orðræða, þetta frumvarp er strax farið að hafa áhrif til aukinnar útlendingaandúðar á Íslandi. Við sjáum það og við merkjum það í könnunum. Með þessu er verið að innsigla verknaðinn og það er verið að senda skýr skilaboð. Flóttamenn eru ekki velkomnir hér.