153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:22]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga er ekki bara byggð á misskilningi heldur á rangfærslum sem haldið hefur verið uppi í tengslum við flótta fólks frá Venesúela sem hefur leitað hælis hér á landi. (Gripið fram í.) Því er haldið fram að þau fái hér vernd vegna efnahagsaðstæðna, að tekið sé tillit til efnahagsástands í heimaríkinu. Það er einfaldlega rangt. Fólk fær viðbótarvernd vegna þess að það er talið í lífshættu í heimaríkinu og það er þess vegna sem það fær vernd. Þetta er algjörlega óþörf breyting, með öllu óþörf. Hún er byggð á rangfærslum sem er í raun óþolandi að skuli hafa verið haldið uppi með þessum hætti í þessari umræðu. Ég segi nei.