153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:24]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þessi breytingartillaga fjallar um að 2. gr. frumvarpsins falli brott, en hún fjallar um að ákvörðun Útlendingastofnunar sæti sjálfkrafa kæru til kærunefndar útlendingamála. Amnesty International sagði í sinni umsögn, með leyfi forseta:

„Tillögð lagabreyting felur í sér áhættu um að þessi málaflokkur verði sá eini sem lýtur málsmeðferð innan stjórnsýslunnar þar sem málsaðilum er ekki tryggður sá kostur að njóta réttar síns til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns í skilningi 13. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“

Miðað við ofangreint mun ákvæðið leiða til verulegrar skerðingar á réttindavernd umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þau hafa ekki sama aðgang að réttarkerfinu og aðrir. Þetta er brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það er ekki boðlegt að það sé verið að afgreiða þetta með þessum hætti hér á þingi og leggja fram svona stjórnarskrárbrot til atkvæðagreiðslu.