153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:31]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þessi grein fjallar um endurteknar umsóknir en það er verið að taka 24. gr. stjórnsýslulaga, sem er lágmarksréttur stjórnsýslunnar, úr sambandi. Amnesty International segir að endurtekin umsögn sé háð því að sýnilega auknar líkur séu á umsögn að verði samþykkt, viðbótarkrafa um að gögn auki sýnilega líkurnar á vernd er einkum til þess fallin að skapa útilokunarástæður fyrir stjórnvöld til að réttlæta synjun á fleiri umsóknum umsækjenda um alþjóðlega vernd, um endurskoðun á málum þeirra og eftir atvikum að vísa þessum umsóknum frá. Þetta eru mun strangari skilyrði en t.d. í sænsku löggjöfinni. Það er ekki verið að samsama okkur við hana, við erum að stíga lengra. 24. gr. stjórnsýslulaga um rétt til endurupptöku kveður á um lágmarkskröfur til stjórnsýslunnar og að ákvæði í sérlögum geti ekki gengið framar þeim réttindum sem borgurum eru tryggð með ákvæðum laganna. Tillaga um nýja málsmeðferð veitir umsækjendum minna réttaröryggi en lágmarkskrafa stjórnsýslulaga. (Forseti hringir.) Það er það sem er að gerast hérna.