153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:44]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hérna er verið að taka fyrir allar þær undanþágur sem fólk gæti fengið til að bregðast við áföllum einhvers staðar, t.d. ef fólk snýr aftur til heimaríkis um stutta hríð vegna veikinda eða andláts ástvina eða hvað eina og kemur svo aftur. Hérna er verið að taka burt undanþágur sem fólk hefur til þess að fá í rauninni smáandrými í ferlinu þannig að ég hvet fólk til þess að taka ekki þennan lágmarksrétt fólks af því.