153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér er verið að bæta við reglugerðarheimild fyrir ráðherra til að setja nánari ákvæði um skilyrði um framkvæmd þessarar greinar sem þarna um ræðir, svo sem um hvernig meta skuli ríka þörf fyrir vernd. Þarna er verið að færa ákveðið löggjafarvald til ráðherra. Það er verið að leyfa ráðherra ákveðinn geðþótta í því að skilgreina hver þörfin er fyrir ríka vernd. Það er einfaldlega svo að það hefur ekki verið hægt að treysta þeim ráðherrum sem hingað til hafa verið í þessu starfi til þess að meta slíkt og við leggjum því til að þessi grein falli brott.