153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:55]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Virðulegur forseti. Þetta er nú sennilega eitt allra versta ákvæðið í þessu frumvarpi, eitt af því sem mest hefur verið rætt um í meðförum nefndarinnar og eitt af því sem hvað helst hefur verið gagnrýnt af þeim sem komið hafa fyrir nefndina, sem hafa sérfræðiþekkingu til þess að meta hverjar afleiðingarnar verða. Inn í þessa umræðu hafa ráðherrar svo stigið og talað um að það feli allt annað í sér en raun ber vitni.

Það er verið að leggja það til að þessi tiltekna grein falli brott. Ég greiði heils hugar atkvæði með því og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Ég segi já.