153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:12]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Hér er lagt til að felldar verði brott frekari reglugerðarheimildir til handa hæstv. dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Líkt og hv. þm. Andrés Ingi Jónsson fór ágætlega yfir hérna áðan þá er reglugerðarsetningarferill dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ekki fallegur í þessum málaflokki og gengur það jafnvel svo langt að reglugerð sem sett var af hæstv. fyrrverandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, hefur að mati talsmanna flóttafólks ekki verið talin standast lög vegna þess að lög setja reglugerðarheimildum skorður. Hefur verið skorið úr um það? Nei, vegna þess að flóttafólk hefur almennt ekki aðgang að dómstólum. Ég treysti ekki dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins til að útfæra þessa löggjöf frekar en nauðsynlegt er og legg til að þessar reglugerðarheimildir, sem snúast m.a. um mat á hagsmunum barna, verði felldar brott og að við metum hagsmuni barna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar okkar þar að lútandi en förum ekki eftir því sem hæstv. dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins finnst. Ég segi já.