153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:22]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. 4. gr. frumvarpsins snýst um heimild til að afla gagna frá heilbrigðisyfirvöldum gegn vilja og gegn hagsmunum umsækjenda án dómsúrskurðar. Heimild til þess að afla læknisvottorðs sem segir til um hvort fólk geti flogið, er nú þegar í lögum. Það er því útúrsnúningur að vísa til þess sem rökstuðnings fyrir þessari breytingu sem felur í sér mun meiri inngrip í friðhelgi einkalífs fólks en núgildandi heimild. Því legg ég til að 4. gr. frumvarpsins verði felld brott.